Fiskiskipið Ísleifur II er á leið til Noregs en því var vísað til Seyðsifjarðar á sunnudag eftir að slokknaði á ferlivöktunarbúnaði. Landhelgisgæslan setti í gang umfangsmikla leit þegar skipið hvarf úr vöktun og fékk skipið ekki að halda úr höfn á Seyðisfirði fyrr en búið var að tryggja að í því væri virkur Inmarsat C búnaður sem gefur upp staðsetningu um gervihnött.
�?á taldi Landhelgisgæslan vafa leika á því að mönnun á skipinu væri í samræmi við lög og reglugerðir. Samkvæmt upplýsingum frá gæslunni er skipið nú um tæpar 500 sjómílur norðaustur af Seyðisfirði og er komið inn í norska lögsögu.