Hvað er pólitík og hvað er að vera pólitíkus ?
Þeir sem kosnir eru til að gæta hagsmuna lands og sveitarfélags af almenningi, í prófkjöri er það fólkið sem þú sem kjósandi velur.
Seint get ég talið mig stjórnmálamann eða pólitíkus og mun eflaust aldrei gera það. Mitt eina markmið er að leggja mig fram til að þjónusta samfélagið og aðlagast öllum þeim breytingum sem fylgja stækkandi samfélagi eftir bestu getur hverju sinni. Að mínu mati er það mikilvægast að taka ábyrgð á því sem miður fór og hrósa því sem vel er gert.
Raddirnar hafa verið háværar þegar vel gengur en þegar illa gengur skortir ábyrgð, samfélagið okkar á einfaldlega meira skilið.
Ég kalla eftir því að sem flestir taki þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins 26. mars.
Fimmtán frábærir einstaklingar með ólíka reynslu eru tilbúnir til að leggja okkur heimafólki lið í að gera samfélagið betra sem aldrei.
Til að kjósa í prófkjöri þarftu að vera eldri en 15 ára, skráður í flokkinn og með lögheimili í Vestmannaeyjum.
Samfélagið er á ábyrgð þeirra sem þar búa, kjósum eftir okkar bestu getu og höfum áhrif.
Hannes Kristinn Sigurðsson
Undirritaður bíður sig fram í 4.-5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum í komandi prófkjöri.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.