Strákarnir gerðu jafntefli gegn Gróttu nú síðdegis. Leikurinn byrjaði heldur illa og voru Gróttu menn mun sterkari á fyrstu mínútunum. Arnar Pétursson þjálfari tók þá leikhlé og þá breyttist leikur liðsins og söxuðu þeir jafnt og þétt á forskot Gróttu manna. Staðan í hálfleik var 10-12 Gróttu í vil. Allt annað lið ÍBV mætti til leiks í síðari hálfleik og skiptust liðin á að leiða leikinn. Lokatölur 24-24.