Einum leik er lokið í Fótbolta.net mótinu í dag en ÍBV og Stjarnan áttust við í Kórnum. �?essi lið leika í riðli 2.
Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Guðjón Baldvinsson Stjörnunni yfir í upphafi síðari hálfleiks. Lengi leit út fyrir að það yrði eina mark leiksins en Eyjamenn gáfust ekki og náðu inn jöfnunarmarki á lokamínútunum en þar var að verki Ásgeir Elíasson.
ÍBV eru því enn taplausir þar sem liðið vann 2-0 sigur á Breiðablik í fyrsta leik riðilsins. Sama má segja um Stjörnuna sem vann 3-2 sigur á Víkingi �?lafsvík í fyrstu umferð.