Eyjamenn voru mun öflugri í fyrri hálfleik, hreinlega óðu í færum um tíma en bestu færin fengu þeir Stefán Hauksson, sem rétt missti af boltanum fyrir opnu marki og svo átti Ingi Rafn Ingibergsson skot í þverslánna. Víkingar fengu hins vegar tvö færi og nýttu þau bæði. Fyrra markið var klaufalegt, laust skot utan vítateigs sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir og í síðara markinu steinsváfu Eyjamenn þegar Víkingar fengu aukaspyrnu á hættulegum stað og staðan því 0:2 í hálfleik.
Síðari hálfleikur var jafnari en sá fyrri en nú náðu Eyjamenn hins vegar að skora. Egill Jóhannsson kom ÍBV á bragðið á 78. mínútu þegar hann skoraði með glæsilegu bogaskoti fyrir utan vítateig. Jöfnunarmarkið kom svo á 89 mínútu þegar Bjarni Rúnar Einarsson batt endann á ágætlega útfærða skyndisókn. Undir lokin voru Víkingar hins vegar nærri búnir að stela sigrinum en Elías Fannar varði í tvígang meistaralega frá sóknarmönnum Víkings.
Í heild var leikur ÍBV góður og annað hvort að Víkingar þurfi að hafa miklar áhyggjur af komandi átökum eða að Eyjaliðið er virkilega sterkt. Leikurinn leystist dálítið upp í síðari hálfleik þegar varamenn beggja liða fengu tækifæri.
Byrjunarlið ÍBV var þannig skipað.
Kolbeinn Arnarson byrjaði í markinu.
Aftasta varnarlínan var skipuð þeim Arnóri �?lafssyni, Páli Hjarðar, Bjarna Hólm og Antoni Bjarnasyni.
Á miðjunni voru þeir Ingi Rafn, Yngvi Borgþórsson, Pétur Runólfsson, Bjarni Rúnar og Stefán Hauksson.
Fremstur var svo Andri �?lafsson.
Elías Fannar stóð svo í markinu í síðari hálfleik auk þess fengu þeir Birkir Hlynsson, Einar Kárason, Guðjón �?lafsson, Sindri Viðarsson og Egill tækifæri.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst