Það má segja að það hafi verið stál í stál þegar ÍBV og Þór/KA mættust á Hásteinsvelli í dag. Eyjastúlkur unnu 0:5 stórsigur á Akureyrarliðinu í fyrstu umferð Íslandsmótsins en leikurinn í dag var jafn og spennandi frá fyrstu mínútu. Segja má að Eyjastúlkur hafi verið ívið sterkari í fyrri hálfleik en Akureyringar í þeim síðari. Hvorugu liði tókst þó að skora löglegt mark og niðurstaðan því 0:0 jafntefli, sem eru nokkuð sanngjörn úrslit.