James Hurst fyrrverandi leikmaður ÍBV er genginn til liðs við enska Championship deildar liðið Blackpool á láni. Hurst hefur verið á mála hjá WBA síðan hann fór frá ÍBV fyrir ári síðan en félagið hefur nú afráðið að lána hann út tímabilið sem er nýhafið á Englandi. Hann er 19 ára gamall hægri bakvörður sem þótti frábær í Pepsi-deildlinni með ÍBV í fyrrasumar.