Viðauki við fjárhagsáætlun 2021 var til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni en um var að ræða framhald af 6. máli 265. fundar fjölskyldu- og tómstundaráðs. Ráðið samþykkti fyrir sitt leyti að taka tilboði frá Janusi-heilsueflingu um áframhald á samstarfssamningi um heilsueflingar- og rannsóknarverkefnið; Fjölþætt heilsuefling 65 plús í Vestmannaeyjum. Óskað var eftir samþykki bæjarráðs fyrir viðbótarframlagi að fjárhæð 3,9 m.kr. fyrir fjárhagsárið 2021.
Bæjarráð samþykkti að verða við ósk um 3,9 m.kr. viðbótarfjárframlag til þess að halda áfram því góða heilsueflingarstarfi fyrir eldri borgara sem í boði hefur verið undanfarin tvö ár. Eru allir eldri borgarar hvattir til þess að kynna sér starfið og taka þátt. Jafnframt samþykkir bæjarráð fyrirliggjandi viðauka.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst