Fyrr í dag opnaði Jarl Sigurgeirsson kosningaskrifstofu sína að Strandvegi 51. Jarl sækist eftir 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Jarl er skólastjóri Tónlistarskólans í Vestmannaeyjum en hefur í um tvö áratugi verið virkur þátttakandi í starfi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum og formaður fulltrúaráðs.
Tríó Þóris Ólafssonar, sem Jarl er sjálfur hluti af, steig á stokk sem og Þórarinn Ólafsson tók lagið. Glatt var á hjalla og gestir margir eins og sjá má á fésbókarsíðu Jarls.
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi fer fram þann 29. maí næstkomandi.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst