Ian Jeffs miðvallarleikmaðurinn snjalli í ÍBV getur ekki leikið með liðinu í fyrri leiknum gegn St. Patrick’s Athletic annað kvöld í Evrópudeild UEFA í knattspyrnu. Hann tekur þá út þriðja leikinn í banni sem hann fékk fyrir að fá rautt spjald í leik með ÍBV í Evrópukeppni árið 2005.