Tónlist er nátengd jólunum enda framboðið mikið af tónleikum á aðventunni sem eru eins misjafnir og þeir eru margir. Á morgun, fimmtudag ætla þrjár ungar konur að slá upp tónleikum í Hvítasunnukirkjunni þar sem huggulegheit og jólastemning verða höfð að leiðarljósi.
�?ær eru Jenný Guðnadóttir 23 ára, Elísabet Guðnadóttir 17 ára og Guðný Emilíana Tórshamar 15 ára. �??Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 en húsið verður opnað kl. 20.00. Í hljómsveitinni verða m.a. Helgi Tórshamar, Birkir Ingason og Simmi Einars,�?? sagði Jenný sem hlakkar til tónleikanna.
�??�?etta verða í bland jólalög og rólegheita kósý lög. �?að verður spilað á allskonar hljóðfæri sem við höfum fundið í húsinu, gítara, ukulele, mandólín og pumpuorgel. En umfram allt á þetta að vera kósý, eins og heima í stofu. �?að er frítt inn og vonumst við til að sjá sem flesta enda tilvalið að taka sér frí frá jólastressinu og lyfta sér aðeins upp,�?? sagði Jenný sem hvetur fólk til að fjölmenna.