Í nótt féll snjór á gosstöðvunum í Eyjafjallajökli. Hvítir flekkir höfðu myndast fyrr í mánuðinum en nú snjóaði það mikið að jökullinn er farinn að taka á sig fyrri mynd, hvítur og fagur. Það er sú fjallasýn sem Eyjamenn, og fleiri auðvitað hafa saknað í sumar eftir eldgosið í Eyjafjallajökli enda hefur jökullinn síðan þá verið svartur og drungalegur að sjá.