ÁtVR heldur sitt árlega Eyja-aðventukvöld miðvikudaginn 1. desember Kl. 20.00 í Seljakirkju Hólmaseli 40, Reykjavík, inngangur frá Rangárseli. Séra Ólafur Jóhann Borgþórsson leiðir samveruna. Æskulýðsfélag Seljakirkju flytur atriði. Jólahugvekja. Inga Jóna Hilmisdóttir og Sigurjón Guðmundsson lesa stuttar jólasögur. Sönghópur ÁtVR syngur jólalög og sálma. Hafsteinn G. Guðfinnsson stjórnar. Jólahugvekja.