Jólablaði Fylkis 2021 var dreift í hús innanbæjar um helgina 18-19. desember og sent til fólks víðsvegar um land. JólaFylkir er að þessu sinni 40 bls. sem er það stærsta og efnismesta á liðlega 70 árum. Meðal efnis í blaðinu má nefna Jólahugvekju séra Jónu Hrannar Bolladóttur, grein Ívars Atlasonar um frumkvöðulinn Gísla J. Johnsen, viðtal Gunnhildar Hrólfsdóttur við Berthu Maríu Grímsdóttir Waagfjörð, grein Helga Bernódussonar um Eyjafólk sem rekur ættir sínar lengst aftur í Eyjum og ítarleg grein Þorsteins Gunnarssonar, borgarritara um Vatnsdal og Vatnsdælinga í greinaflokknum Hús og fólk. Hermann Ingi Hermannsson tónlistarmaður skrifar smásöguna Saga af sjónum , Arnar Sigurmundsson fjallar um gömlu legsteinana í kirkjugarðinum og loks Þátturinn Látnir kvaddir um fólk sem búið hefur í Eyjum í lengri eða skemmri tíma og látist á árinu. Jólablað Fylkis er komið á eyjafrettir.is og verður þar út janúar 2022 hægt er að nálgast eintak hér. Uppsetning blaðsins var í höndum Sæþórs Vídó Þorbjarnarsonar og prentvinnsla hjá Landsprent . Ritstjóri Jólablaðs Fylkis er Arnar Sigurmundsson og ábyrgðarmaður er Eyþór Harðarson.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst