Jólablaði Fylkis 2024 var dreift í hús innanbæjar nú um helgina 13.-14. . desember og sent víðsvegar um land. JólaFylkir er að þessu sinni 44 bls. sem er stærsta og efnismesta Jólablað Fylkis frá upphafi útgáfu 1949.
Meðal efnis í blaðinu er jólahugvekja Sunnu Dóru Möller prests við Landakirkju í leyfi séra Viðars. Grein Ívars Atlasonar en nú eru liðin 50 ár frá því fyrsta húsið í Eyjum var tengt hraunhitaveitu. Kári Bjarnason skrifar um eigendasögu Vestmannaeyja, en samantekt Kára skipti miklu fyrir hagsmuni Eyjanna í samskiptum við óbyggðanefnd. Viðtal Ómars Garðarssonar við Sigurgeir Jónasson í Skuld og viðtal Ásmundar Friðrikssonar við Sjöfn K. Benónýsdóttur – Bobbu í Gröf. Í þættinum Hús og fólk fjallar Eiríkur Þ. Einarsson um Hof við Landagötu og íbúa þesss ,en húsið fór undir hraun í lok mars 1973. Í burðargrein blaðsins fjallar Helgi Bernódusson um hið hörmulega sjóslys sem varð norðan við Eiðið 16. desember 1924, fyrir réttum 100 árum. Þá er grein um lífshlaup Haraldar Bjarnfreðssonar og Bisp slysið eftir Jón Helgason frá Seglbúðum og Helga Bernódusson. Loks þátturinn Látnir kvaddir um fólk sem búið hefur í Eyjum í lengri eða skemmri tíma á lífsleiðinni og látist hefur á árinu.
Jólablað Fylkis verður í heild á eyjafrettir.is og verður þar aðgengilegt út janúar 2025. Uppsetning JólaFylkis var í höndum Sæþórs Vídó Þorbjarnarsonar í Leturstofunni og prentvinnsla hjá Landsprent . Ritstjóri jólablaðs Fylkis er Arnar Sigurmundsson og ábm. er Eyþór Harðarson.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst