Jólahúsið - Hús Lindar og Jóns Örvars varð fyrir valinu

Lionsklúbbur Vestmannaeyja í samstarfi við  HS veitur hefur valið jólahús Vestmannaeyja árið 2022. Þetta er tuttugasta og þriðja árið sem jólahúsið er valið.  Í ár voru 22 húseignir tilnefndar og fyrir valinu varð hús Lindar Hrafnsdóttur og Jóns Örvars van der Linden  við Vesturveg 11 b.

Gunnar Andersen formaður Lionsklúbbs Vestmannaeyja afhenti hjónunum veglega  jólaskreytingu frá klúbbsfélögum  og  Sigurjón Ingi Ingólfsson  frá    HS veitum afhenti þeim áritaðan skjöld og inneignarbréf að upphæð kr. 25.000 upp í komandi orkureikning.

Jólahúsið nýtur sín einstaklega vel í nýföllnum snjónum og óskum við  húseigendum innilega til hamingju með útnefninguna og  óskum öllum  bæjarbúum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Lionsklúbbur Vestmannaeyja.

 

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.