Jólapistill forstjóra HSU
21. desember, 2024
Díana Óskarsdóttir. Ljósmynd/hsu.is

Árið 2024 hefur verið viðburðarríkt fyrir Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) og við höfum staðið frammi fyrir nýjum áskorunum sem og tækifærum sem hafa veitt okkur færi á að efla og bæta þjónustuna okkar. Í þessari yfirferð langar mig að deila með ykkur nokkrum af þeim helstu þáttum sem hafa staðið upp úr á árinu sem er að líða.

Á þessu ári fagnaði HSU 10 ára afmæli. Það er ótrúlegt að horfa til baka og sjá hvernig starfsemi stofnunarinnar hefur þróast og aðlagast að breyttum aðstæðum í heilbrigðisþjónustu á þessu tímabili. Stofnunin hefur stækkað gríðarlega og í dag rekum við heilsugæslur um allt Suðurland, sjúkrahús og hjúkrunarheimili á Selfossi og í Vestamannaeyjum, auk þess sem við önnumst sjúkraflutninga á öllu Suðurlandi. Á Selfossi er rekin sólarhringsþjónusta á bráðamóttökunni en þar er sinnt um 20.000 komum á ári og er móttakan orðin ein af þeim stærstu á landinu. Við höfum lagt ríka áherslu á sjálfbærni og fagmennsku sem grundvallaratriði í allri okkar starfsemi, auk þess að straumlínulaga starfsáætlanir til að styðja við framtíðarsýn HSU, þar sem grunnur er lagður á að vera í fararbroddi heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni og framúrskarandi vinnustaður.

Íbúafjöldinn á Suðurlandi vex hratt og með honum vaxa þjónustuþarfir. Okkar stærsta áskorun í þeim málum er mönnun sem nauðsynleg er til að tryggja fullnægjandi þjónustu á öllum okkar starfsstöðvum. Með markvissri uppbyggingu fjarheilbrigðisþjónustu skapast tækifæri til að veita góða heilbrigðisþjónustu þrátt fyrir takmarkaða mönnun innan starfsstöðvanna. Í þessari vegferð er jafnframt mikilvægt að efla teymisvinnu og þverfaglegt samstarf innan heilsugæslunnar, en þverfagleg þekking og reynsla eykur á skilvirkni þjónustunnar. Með auknu framboði á samdægurs bráðaþjónustu og innleiðingu á nýjungum sem bæta aðgengi að fagaðilum reynum við að koma til móts við þarfir samfélagsins.

Innleiðing nýjunga í öldrunarþjónustu, svo sem fjarvöktun einstaklinga með langvinna sjúkdóma, hefur reynst afar farsæl og þessi aðferð hefur nú verið innleidd á allar heilsugæslur HSU. Með fjarvöktun framkvæma skjólstæðingar reglulegar mælinga í heimahúsi undir leiðsögn og eftirfylgni heilbrigðisstarfsfólks sem fylgjast með öllum niðurstöðum mælinga. Við erum einnig stolt af áframhaldandi þróun á Heimspítala HSU. Þessi þjónusta mun breyta landslagi heilbrigðisþjónustu í heimahúsum, með aukinni læknis- og hjúkrunarþjónustu. Markmið þjónustunnar er að styðja við sjálfstæða búsetu og fækka innlögnum á sjúkrahús. Þessar nýjungar hafa ekki aðeins bætt gæði þjónustunnar heldur einnig aukið öryggi og sjálfstæði skjólstæðinga okkar.

Við erum svo lánsöm að í okkar röðum eru um 850 starfsmenn sem eru kjölfestan í heilbrigðisþjónustunni á Suðurlandi. Ég vil þakka hverjum og einum fyrir ómetanlegt framlag á árinu sem er að líða og er ég þakklát fyrir að hafa ykkur með mér á þessari vegferð.

HSU leitar stöðugt nýrra leiða til að þjóna samfélaginu betur og leggur ríka áherslu á þróun nýsköpunar til að efla gæði þjónustunnar. Við hlökkum til að halda áfram að vinna með ykkur öllum til að takast á við áskoranir framtíðarinnar og halda áfram á braut þróunar og nýsköpunar. Í byrjun ársins var haldinn Nýsköpunar- og vísindadagur HSU í fyrsta sinn þar sem fjölmörg verkefni voru kynnt til sögunnar. Langflest erindin voru haldin af starfsfólki HSU og voru öll til fyrirmyndar.

Ekki er hægt að loka þessari yfirferð án þess að minnast með þakklæti á þann velvilja sem HSU nýtur í samfélaginu og erum við afar þakklát öllum þeim fjölmörgu félögum, fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa lagt okkur lið á árinu. Ég sendi þeim mínar bestu þakkir og virðingu.

Að lokum vil ég þakka starfsfólki HSU fyrir einstaklega gott starf á árinu sem er að líða, jafnframt þakka ég öll þeim sem stutt hafa við starfsemina fyrir gott samstarf.

Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla með von um ljúfar og góðar stundir yfir hátíðirnar.

 

Díana Óskarsdóttir

 

Höfundur er forstjóri HSU. Greinin birtist fyrst á vefsíðu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands – hsu.is.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF Forsida 18 Tbl
18. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst