Jólasíldarvals VSV 2021

Jólasíld Vinnslustöðvarinnar var afhent starfsmönnum við hátíðlega athöfn í gær og þar með er hægt að segja með sanni að glitti í hátíðarnar miklu við sjóndeildarhringinn.

Ingigerður Helgadóttir, flokksstjóri í uppsjávarvinnslunni, stýrði afhendingarathöfninni. Hún hefur verið í forystu verkefnishópsins sem hóf undirbúningsstörf í október og skilar lostætinu nú eftir að hafa tekið við hálfu þriðja tonni af hráefni til framleiðslunnar.

Þór Vilhjálmsson allsherjarreddari fyllti svo skott sendibíls af fötum með jólasíld og afhendir þær hluthöfum og vildarvinum félagsins um helgina og næstu daga.

Starfsmönnum VSV var boðið upp á síldarveislu í kaffistofunni glæsilegu í gær. Þar var árgangur ’21 af jólasíld að sjálfsögðu á borðum + rúgbrauð, egg, maltesín að drekka með og jólakonfekt í restina.

Nýjustu fréttir

Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.