Það er fátt betra í aðventunni en að setjast niður með einn góðan bolla, kíkja í tímarit og skoða jólavörur, en það er svo sannarlega hægt að gera í Pennanum Eymundsson. Penninn bíður upp á fjölbreytt úrval af kaffidrykkjum, skemmtilega gjafavöru og notalega stemningu sem fangar anda jólanna. Þar má einnig finna eitthvað fyrir alla fjölskylduna –allt frá jólaskrauti og spilum til bóka og föndurvara. Við kíktum við á jólavörurnar í Pennanum og spjölluðum við Erlu Halldórsdóttur, verslunarstjóra sem gaf okkur hugmyndir af gjöfum fyrir jólin.
Jólagjöfin fæst í pennanum
Góð bók er fullkomin jólagjöf að mati Erlu. Í Pennanum má finna allt frá spennusögum og ævintýrum til fræðibóka og lífsstílsbóka, segir Erla. „Vinsælasta bókin um þessar mundir er nýja bókin hans Arnaldar Indriðasonar, Ferðalok. Bókin hefur fengið frábærar viðtökur meðal lesenda og gagnrýnenda. Arnaldur heldur áfram að heilla með sínum einstaka stíl og spennandi söguþræði. Þeir sem þekkja verk Arnaldar vita að hér er á ferðinni bók sem erfitt er að leggja frá sér. Í barnaflokki er vinsælasta bókin um þessar mundir Fíasól í logandi vandræðum eftir Kristinu Helgu Gunnarsdóttur. Bókin hefur hlotið mikla hylli fyrir skemmtilegan söguþráð, litríkar persónur og hlýjan húmor sem fangar hug og hjörtu ungra lesenda,“ segir Erla.
Girnilegir jólakaffidrykkir
Fyrir þá sem ekki eru fyrir bækur er einnig hægt að gefa gjöf sem fjölskyldan getur notið saman eins og borðspil eða Óskaskrín. „Slíkar gjafir skapa ekki aðeins gleði heldur einnig gæðastundir sem allir geta tekið þátt í. Ýmislegt annað má líka finna, eins og liti af ýmsum gerðum, límmiða, stórar og smáar perlur og föndurvörur sem gleðja bæði börn og fullorðna. Penninn er ekki bara staður fyrir jólagjafirnar, heldur líka fyrir hvíld frá amstri dagsins og notalega stemningu. Nú eru jóladrykkirnir komnir í hús og þá er tilvalið að kíkja inn í hlýjuna, gæða sér á Piparkökulatte, Grýlu eða Leppalúða og taka sér tíma til að slaka á og láta jólastemninguna koma yfir sig,“ segir Erla að endingu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst