Starfsmenn �?jónustumiðstöðvar hafa verið að koma upp jólatrjám í bænum, á vegum Vestmannaeyjabæjar, og er því verki lokið.
�?egar seríur eru settar á trén þarf að snyrta þau eins og kostur er og falla þá til greinar sem nýta má til skreytinga.
Bæjarbúum er frjálst að kíkja í portið hjá okkur í �?jónustumiðstöð og taka greinar endurgjaldslaust, allt á meðan birgðir endast.
Gott að hafa með sér sög eða klippu, greinarnar geta verið nokkuð stórar.
Portið er opið virka daga til klukkan 17.00.