Um jólin er kirkjusókn landsmanna ávallt með mesta móti. Dagskrá Landakirkju yfir jólin er þannig:
Aðfangadagur jóla, 24. desember kl. 14.00: Bænastund í Kirkjugarði Vestmannaeyja. Kl. 18.00: Aftansöngur á jólum. Kl. 23.30: Miðnæturmessa á jólum.
Jóladagur, 25. desember kl. 14.00: Hátíðarguðsþjónusta með Lúðrasveit Vestmannaeyja. Lúðrasveitin hefur leik kl. 13.30.
Annar dagur jóla, 26. desember kl. 14.00: Hátíðarguðsþjónusta á Hraunbúðum.
28. desember kl. 16.00: Jólaball Kvenfélags Landakirkju í safnaðarheimili.
Gamlársdagur, 31. desember kl. 18.00: Aftansöngur.
Nýársdagur, 1. janúar kl. 13.00: Nýársguðsþjónusta.
5. janúar kl. 13.00: Þrettándamessa í Stafkirkjunni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst