Færeyski landsliðsmaðurinn Jónas Tór Næs er á leiðinni til ÍBV. Færeyski miðilinn in.fo greinir frá þessu í dag. Hann kemur frá B36 í heimalandinu og mun hann því spila ásamt landa sínum Kaj Leo í Bartalsstovu í Eyjum. Jónas þekkir vel til Kristjáns Guðmundssonar, þjálfara ÍBV þar sem þeir voru saman hjá Val í þrjú ár. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við B36 fyrir skömmu en ÍBV hefur nú keypt hann.
Jónas er bakvörður sem á alls 52 leiki hér á landi þar sem hann hefur skorað eitt mark. Jónas er hálfur Íslendingur og kann greinilega vel við sig hér á landi.