Snoker er íþrótt sem mikið er iðkuð í klúbbunum Oddfellow, Akóges og Kiwanis. Allir hafa þessi klúbbur flotta aðstöðu fyrir þessa starfsemi sína. Um síðustu helgi lauk svokölluðu Eyjatölvumóti í Kiwanis. Um 1. sætið léku Júlíus Ingason og Úranus Kristinsson. Í þessum leik var Júlíus sterkari allan tímann og landaði sigri með þremur römmum gegn engum ramma Úranusar.