Júníus Meyvant mun koma fram á litlum tónleikum í Gym & Tonic á KEX Hostel næstkomandi miðvikudag kl 21:00. Júníus mun vera einn með gítarinn og verður frítt inn en tónleikarnir verða þeir síðustu fyrir brottför hans til Evrópu þar sem hann mun vera á tónleikaferðalagi í þrjár vikur.