Kaffihúsakór Landakirkju syngur inn sumarið í Grafarvogskirkju
16. apríl, 2007

Í kaffihúsamessunni er einnig lesið úr guðspjalli og prestar Landakirkju og Grafarvogskirkju leiða stundina með prédikun orðsins, bæn og blessun.

Hugmyndin að kaffihúsakór fæddist í Landakirkju fyrir nokkrum árum þegar tónlistarfólk undir forystu �?svaldar Freys Guðjónssonar og prestar kirkjunnar vildu freista þess að brjóta upp hnakkasamfélagið og skapa notalega stemningu í guðsþjónustu Safnaðarheimilinu. Sköpuð er umgjörð kaffihúss með því að fólkið situr við borð og kertaljós, slakar á og fær sér kaffi og kleinur eða vöfflur á meðan stundin líður. Prédikun prestanna hefur oftar en ekki verið samtalsprédikun eða samtal prédikarans við söfnuðinn.

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst