Kann að styrkja samfélögin til lengri tíma litið
6. júlí, 2007

�? �?essi staða hefur legið í loftinu um nokkurn tíma. �?ó hygg ég að flestir hafi talið að sjávarútvegsráðherra myndi leggja til að heimilt verði að veiða milli 150-160 þúsund tonn af þorski í á næsta fiskveiðiári í stað 193 þúsund tonna á þessi fiskveiðiári. Niðurskurður þorskafla um 30% hefur gríðarleg áhrif um land allt. Vestmannaeyjar stærsti útgerðarbær á Íslandi fer ekki varhluta af þessum tillögum. �?orskurinn er hér eins og víðast annarstaðar í sjávarplássum verðmætasta fisktegundin sem skiptir því miklu í afkomu sjávarútvegsins í Eyjum og gildir þá einu hvort við erum að ræða um sjávarútvegsfyrirtækin, starfsfólkið og bæjarfélagið.

�?g hef skilning á ákvöðrun ráðherra um að fara að tillögum Hafrannsóknastofnunar í þorskinum, jafnframt að festa óbreyttar veiðiheimildir í þorski við að amk. 130 þúsund tonn á fiskveiðiárinu 2008-2009. �?á finnst mér eðilegt að lögð verði stóraukin áhersla á auknar fiskrannsóknir, ekki síst á þorskstofnunum og á því sviði viljum við Eyjamenn leggja okkar að mörkum.

Hvað felst í væntanlegum mótvægisaðgerðum stjórnvalda vitum við ekki, en efling jöfnunarsjóðs sveitarfélaga skiptir þar miklu, sama gildir um stóraukið fjármagn til bættra samgangna, fjarskipta og menntunar á landsbyggðinni. En það þarf miklu meira að koma til og get ég til að mynda bent á niðurfellingu veiðigjalds, lækkun flutningskostnaðar, tilflutning opinberra starfa frá höfuðborgarsvæðinu til sjávarbyggðanna og eflingu Rannsókna- og og háskólaasetra á landsbyggðinni. Íslenskt samfélag var byggt upp í kringum fiskveiðar og hagnaðinn af þeim. Bæjarfélög sem nú þrengir að fjármögnuðu að stóru leiti hið nýja öfluga hagkerfi sem við öll erum stolt af. Nú kann að vera komin upp sú staða að sjávarútvegurinn og verstöðvarnar þurfi tímabundna aðstoð til að aðlaga sig að breyttum aðstæðum ef ekki á illa að fara. Ef rétt verður staðið að mótvægisaðgerðum kann þetta að styrkja samfélögin til lengri tíma litið,�? sagði Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmananeyjum að lokum.

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst