�?ingmenn Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, Ásmundur Friðriksson, Páll Magnússon, Vilhjálmur Árnason, og Unnur Brá Konráðsdóttir lögðu í dag fram tillögu til þingsályktunar um að Alþingi feli samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að skipa starfshóp sem geri ýtarlega fýsileikakönnun á gerð gangna milli Heimaeyjar og Kross í Landeyjum. Kannaðir verði möguleikar á gerð mismunandi tegunda gangna og kostir og gallar hverrar gerðar metnir auk þess sem unnar verði kostnaðar- og arðsemisáætlanir. Starfshópurinn skili skýrslu með niðurstöðum eigi síðar en 1. október 2019. Ráðherra kynni Alþingi skýrsluna í sama mánuði.
Í greinargerð segir: Árið 2006 var tekin ákvörðun um byggingu Landeyjahafnar, eftir að rannsóknum á möguleikum á gerð jarðgangna milli Heimaeyjar og Kross í Landeyjum, sem voru vel á veg komnar, hafði verið hætt.
�?ótt Landeyjahöfn hafi sannað sig sem mikla samgöngubót hafa siglingar um hana, sem hófust síðsumars 2010, ekki gengið áfallalaust því höfnin hefur verið lokuð vegna sandburðar í allt að 120 daga á ári þegar verst hefur látið. Fjölmargar ferðir falla niður vegna ölduhæðar og sandburðar yfir bestu sumarmánuði og veldur óáreiðanleiki hafnarinnar íbúum og atvinnulífi, ekki síst ferðaþjónustunni, verulegum vandræðum og tekjutapi.
Eftirspurn eftir fólks- og vöruflutningum til Eyja fer sífellt vaxandi og nálgast árlegur farþegafjöldi ferjunnar Herjólfs nú 350.000. Hafin er bygging nýrrar ferju sem von er á síðsumars 2018 en efasemdir eru uppi um að hún verði sú samgöngubót sem ætlast er til. �?ttast menn að ferjan muni þurfa að sigla í �?orlákshöfn í miklum mæli yfir vetrarmánuðina, enda vandinn við hafnarstæðið í Landeyjum óleystur þótt komi til ný ferja.
Flutningsmenn þessarar þingsályktunartillögu telja mikilvægt að allt kapp verði lagt á að tryggja sem best opnun Landeyjahafnar fyrir nýja ferju þann tíma sem hún verður starfandi, en jafnframt að nú þegar verði byrjað að huga að því hvaða samgöngumáti skuli taka við af nýju ferjunni. Telja flutningsmenn að við þá athugun verði að líta alvarlega til möguleika á gangnagerð og hefur þessi þingsályktunartillaga þann tilgang að skapa grundvöll undir slíka athugun. Lagt er til að skipaður verði starfshópur sem kanni í þaula kosti og galla þess að leggja göng milli lands og Eyja. Hópurinn kanni í því tilliti möguleikana á gerð mismunandi gangna, svo sem jarðgangna, botngangna og flotgangna, og líti til nýjustu tækni og reynslu annarra þjóða. Hópurinn geri enn fremur ýtarlega könnun á kostnaði við gangnagerðina, en jafnframt á sparnaði og arðsemi sem af hlýst.
Nú þegar ver ríkissjóður hundruðum milljóna króna árlega í sanddælingu í og við Landeyjahöfn. Sem dæmi má nefna að gert er ráð fyrir rúmum 600 milljónum kr. í sanddælingu við höfnina á árinu 2018. Við þetta bætist almennur viðhaldskostnaður hafnarinnar auk viðhalds-, rekstrar- og endurnýjunarkostnaðar við sjálfa ferjuna. �?essir kostnaðarliðir sparast við opnun gangna milli lands og Eyja og þegar við bætist möguleg gjaldtaka í göngin, að ótöldum arðsemisáhrifum gangna, má gera ráð fyrir að framkvæmdin borgi sig á aðeins 2�??3 áratugum.
Milli lands og Eyja eru 10 km í beinni sjólínu en reiknað er með að göng frá Heimaey að Krossi í Landeyjum verði um 18 km. Töluverðar rannsóknir hafa þegar farið fram á gangnaleiðinni og aðeins var eftir lokahnykkurinn í því ferli þegar ákveðið var að hætta þeim rannsóknum og reisa höfnina í Landeyjasandi. Nú þegar fyrir liggur að höfnin í Landeyjum stendur ekki undir þeim væntingum að vera heilsárshöfn er mikilvægt að hefja undirbúning að því hvað tekur við þegar ferjan sem kemur síðsumars 2018 gengur úr sér, eftir 10�??20 ár. �?á þarf að liggja fyrir hvað verður gert og ef göng verða kosturinn þurfa þau að vera tilbúin til notkunar á árabilinu 2028-2038.�??