Kári Kristjánsson línumaður Hauka, missir að líkindum af upphafi Íslandsmótsins í handknattleik. Kári meiddist í leik með Haukum á æfingamóti á Selfossi um liðna helgi. Kári brákaðist á fæti, nánar tiltekið á utanverðri ristinni. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, tjáði Morgunblaðinu í gær að Kári yrði væntanlega frá æfingum í 1-2 mánuði. Á meðan munu Haukar reyna að bregðast við vandanum með því að leyfa Arnari Péturssyni að spreyta sig á línunni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst