�?rn �?órðarson, sveitarstjóri, segist spenntur fyrir þeim hugmyndum um að auka starfsemi í �?ykkvabæjarskóla og um leið laða að fleiri ferðamenn á svæðið. Frá því kennsla í skólanum fluttist á Hellu hefur húsnæðið að mestu staðið autt, að undanskildum fáeinum menningaruppákomum og leikjanámskeiðum yfir sumartímann.
�?Hægt væri að fjölga möguleikum fyrir ferðamenn með því að vera með ýmsar uppákomur í �?ykkvabæjarskóla. Hvort sem það eru ráðstefnur, kvöldvökur eða eitthvað tengt svæðinu,�? segir �?rn en vill ekki upplýsa hvaða ferðaþjónustuaðilar hafa sýnt verkefninu áhuga.
�?Sumar hugmyndanna eru vissulega nokkuð djarfar og skemmtilegar, eins og að opna kartöfluveitingastað. Slíkir staðir þekkjast þó víða erlendis og upplagt að láta reyna á slíkt í �?ykkvabænum. Síðan er önnur hugmyndin að breyta stórri gryfju í húsinu í búr fyrir dverghöfrunga til að svamla um,�? segir �?rn og vonast til að geta útfært hugmyndirnar í samráði við ferðaþjónustuaðila.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst