Samningur um kaup Vinnslustöðvarinnar (VSV) á öllum hlutabréfum í �?tgerðarfélaginu Glófaxa ehf. í Vestmannaeyjum var samþykktur á hluthafafundi í VSV í síðustu viku gegn atkvæðum næststærsta hluthafans, Brims hf. sem á um þriðjungshlut í VSV. Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims sem á sæti í stjórn VSV lýsti því yfir á fundinum að meirihluti stjórnar VSV hefði neitað að veita sér nægjanlegar upplýsingar um kaupin á �?tgerðarfélaginu Glófaxa. �?ví myndi hann leggjast gegn kaupunum við afgreiðslu málsins.
�?etta kemur fram á vsv.is. �?ar segir að Guðmundur �?rn Gunnarsson, stjórnarformaður Vinnslustöðvarinnar, hafi mótmælt ummælum Guðmundar og sagt að stjórnarmenn og hluthafar hefðu fengið allar upplýsingar sem máli skiptu um kaupsamninginn á stjórnarfundi daginn á undan og í kynningu �?orvarðar Gunnarssonar löggilts endurskoðanda á hluthafafundinum. Guðmundur �?rn vísaði því á bug að Guðmundur Kristjánsson hefði verið leyndur einhverjum upplýsingum sem tengdust kaupum á Glófaxa.
Kaupin á Glófaxa voru samþykkt að umræðum loknum og hluthöfum síðan boðið að skoða nýja uppsjávarvinnslu Vinnslustöðvarinnar.
Vinnslustöðin eignast nú stærstan hluta fiskveiðiheimilda Glófaxa, liðlega 900 þorskígildistonn, meirihlutann í þorski, netabátinn Glófaxa VE-300, fasteign að Strandvegi 89 í Vestmannaeyjum, veiðarfæri og ýmsa aðra lausafjármuni.
VSV fær �?tgerðarfélagið Glófaxa afhent að óbreyttu 1. októberber 2017 en í kaupsamningi, sem undirritaður var fyrr í sumar, eru hefðbundnir fyrirvarar um áreiðanleikakönnun, fjármögnun, samþykki Samkeppniseftirlits og samþykki stjórnar og hluthafafundar.
Seljendur eru eigendur alls hlutafjár í �?tgerðarfélaginu Glófaxa, Bergvin Oddsson og fjölskylda.
Seljendur halda eftir línu- og netabátnum Glófaxa II VE-301 og 50 þorskígildistonnum og hyggjast stunda útgerð áfram. �?á halda seljendur eftir Glófaxanafninu og verður því breytt um nafn á bæði �?tgerðarfélaginu Glófaxa og Glófaxa VE-300 við eigendaskiptin í haust.
Bergvin Oddsson, Hrafn Oddsson og Sævaldur Elíasson keyptu Glófaxa VE-300 á árinu 1974 og stofnuðu útgerðarfélagið Snæfell sf. um reksturinn. Bergvin keypti Hrafn og Sævald út 1986 og árið 1994 var nafni félagsins breytt í �?tgerðarfélagið Glófaxi.