M. KRISTINSSON Danmark A/S, sem er í eigu Magnúsar Kristinssonar eiganda Toyota á Íslandi, hefur fest kaup á danska fyrirtækinu Krogsgaard-Jensen, stærsta söluaðila Toyota í Danmörku. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag þar sem segir að Krogsgaard-Jensen sé rótgróið fjölskyldufyrirtæki og stærst og umsvifamest af þeim 30 fyrirtækjum sem selja Toyota-bifreiðar í Danmörku og rekur fimm útsölu- og þjónustustöðvar á Kaupmannahafnarsvæðinu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst