Kaupum ekki fasteignirnar til baka nema það sé skýr ávinningur fyrir Vestmannaeyjabæ
11. nóvember, 2010
Gunnlaugur Grettisson, forseti bæjarstjórnar og stjórnarmaður í Fasteign segir að til þess að Vestmannaeyjabær sé til í að skoða breytingar á félaginu þurfi að vera skýr ávinningur fyrir bæjarfélagið. Öllu starfsfólki Fasteignar var sagt upp og ríkir óvissa um félagið samkvæmt Viðskiptablaðinu. Alls leigir Vestmannaeyjabær níu fasteignir af Fasteign og greiðir fyrir það um 11,5 milljónir á mánuði og var íslenski hluti leigunnar 3,8 millj. kr. og EUR hluti leigunnar 7,7 millj.kr..