�?að þarf ekki að fara mörgum orðum um byrjun ÍBV í Íslandsmótinu í karlafótboltanum, byrjunin hefur verið afleit. �?að sem verra er, liðið sjálft er að spila illa og hálfgert andleysi ríkjandi bæði innan vallar og utan. Leikmenn fá þó tækifæri til að hrista af sér slenið í kvöld þegar þeir taka á móti 1. deildarliði Hauka í 32. liða úrslitum Borgunarbikarsins en leikurinn hefst klukkan 18:00 á Hásteinsvellinum. Haukar hafa svo sem ekki heldur farið vel af stað í sumar, eru í 9. sæti 1. deildarinnar með tvö stig eftir tvö jafntefli og eitt tap.