Keppendur Orkumótsins mæta í fyrramálið
Mynd: Sigfús Gunnar.

Á morgun (miðvikudag) munu keppendur Orkumótsins byrja að streyma til Eyja. Gert er ráð fyrir töluverðri aukningu á umferð til og frá keppnissvæðunum næstu daga. Lögreglan í Vestmannaeyjum sendi tilkynningu frá sér í dag vegna þess efnis þar sem hún hvetur vegfarendur að aka varlega og sýna þolinmæði þar sem umferðin verður þyngri en venjulega, sérstaklega í nágrenni knattspyrnuvellanna. Hér má sjá tilkynninguna í heild sinni:

,,Í fyrramálið munu keppendur á Orkumótinu í knattspyrnu byrja að tínast til Eyja. Eins og venja er eykst umferðin á sama tíma og viljum við hvetja ökumenn til þess að aka varlega. Minnum á að bannað er að stöðva og leggja ökutækjum á Hamarsveginum (þar sem flestir knattspyrnuvellirnir eru). Lögregla mun halda úti öflugu umferðareftirlit þessa helgi og viljum við bjóða ykkur öll velkomin á Orkumótið.”

Nýjustu fréttir

„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.