Peyjarnir hjá EyjarTV settu í dag 3. þátt sinn á netið og má sjá þáttinn hér að neðan. Í þættinum smakka þeir Hjalti Enok og Hjörleifur bæði kattamat og Tabasco sósu. Hjalti benti reyndar réttilega á að kattamaturinn væri blanda af lax og rækju, sem þætti herramannsmatur hjá kisum, eins og hann orðaði það. Þá er falin myndavél og eins og lesendur Frétta sáu, þá endaði Hjörleifur í sorpgryfju í Sorpu, svona til að kanna díoxínmengunina. En sjón er sögu ríkari, smelltu á meira til að sjá þáttinn.