KFS tekur á móti KV í dag, laugardag klukkan 16:00 en leikur liðanna fer fram á Týsvellinum. Knattspyrnufélag Vesturbæjar, eða KV féll úr 2. deild síðasta haust en liðið tapaði fyrsta leik sínum gegn Létti í deildarkeppninni. Eyjamenn hafa hins vegar leikið tvo leiki, töpuðu fyrsta leiknum gegn KFR en unnu svo Ægi í miklum markaleik á Týsvellinum.