Það var margt um manninn í Höllinni er Kótilettuklúbbur Vestmannaeyja hét sitt árlega kótilettukvöld.
Þar hittist hópur fólks saman og borðar kótilettur í raspi með öllu tilheyrandi og lætur gott af sér leiða um leið. Að lokinni máltíð fóru nokkrir valinkunnir með gamanmál. Met mæting var í gær eða um 160 manns og er það Krabbavörn í Vestmannaeyjum sem nýtur ágóðans.
“Hjartans þakkir fyrir frábæran stuðning í kvöld, öll þið sem mættuð á Kótilettukvöldið okkar. Að ná 160 manns saman á fimmtudagskvöldi til að borða kótilettur með grænum baunum, rauðkáli, kartöflum og rabbabarasultu er frábært og um leið að styrkja Krabbavörn í Vestmannaeyjum er svo góði konfektmolinn í kassanum. Enn og aftur hjartans þakkir til ykkar allra frá okkur Gunna.” sagði Pétur Steingrímsson á Facebook síðu klúbbsins í gærkvöldi
Óskar Pétur var að sjálfsögðu á staðnum og myndaði á milli kótiletta.