Kjörsókn var minnst í Suðurkjördæmi þegar litið er til kjörsóknar í hverju kjördæmi fyrir sig. Aðeins 29,20% kosningabærra manna kusu á laugardag en kjörsókn í Eyjum var enn lægri eða 26,8%. Alls voru 3070 kjósendur á kjörskrá í Vestmannaeyjum en aðeins 823 greiddu atkvæði og hefur kjörsókn líklega aldrei verið lakari en um helgina. Kjörsókn yfir landið allt var 35,97% en kjörsókn er áberandi mest á höfuðborgarsvæðinu og þar í kring.