Kosið verður til stjórnlagaþings laugardaginn 27. nóvember. Kjörstaður í Vestmannaeyjum er í Barnaskóla og verður opið í húsið bæði um norður- og suðurdyr. Aðgengi fyrir fatlaða er um norðurdyr. Kjörfundur hefst klukkan 9:00 og lýkur klukkan 22:00. Kjósendum er bent á að hafa meðferðir persónuskírteini ellegar getur sá hinn sami átt von á því að fá ekki að greiða atkvæði.