Það skýrist í kvöld hvort starfsmenn átta fiskimjölsverksmiðja á Austurlandi og í Vestmannaeyjum boða til verkfalls eftir viku, en kosningar um það verða í verksmiðjunum í dag. Samningamenn bræðslumanna slitu viðræðum við Samtök atvinnulífisins í gær og segja að svo virðist sem ætlan samtakanna sé að skapa óróa og átök á vinnumarkaði.