Hin árlega Kjötsúpuhátíð Rangárþings eystra fer fram núna um helgina 2.-4. september á Hvolsvelli. Hátíðin er aðeins fyrr á ferðinni í ár en áður hefur verið og góð leið til að byrja haustið. Hátíðin sem áður hefur verið eingöngu með dagskrá á laugardegi er óðum að færa sig yfir á föstudag, með súpukvöldi, brennu og brekkusöng og harmonikku-fjölskyldudansleik í Hvolnum.