�?að var í raun ótrúlegt að fylgjast með hvernig leikur KFS breyttist eftir að Hlynur kom inn á og hann sýndi það í leiknum að hann kann enn að stjórna, bæði leik og sínu liði. �?ess má geta að Hlynur, sem er 43 ára gamall, hefur ekki leikið með KFS síðan 2003 en síðast lék hann með ÍBV sumarið 2002. Með KFS léku þrír fyrrum leikmenn ÍBV, Steingrímur Jóhannesson lék sinn fyrsta leik fyrir KFS í sumar en hann gekk í raðir félagsins í vor og bróðir hans, Hjalti var á sínum stað á miðjunni og átti stórleik.
Gengi KFS hefur ekki verið gott í upphafi móts. Liðið byrjaði reyndar á góðum útisigri gegn Ými en gerðu síðan jafntefli á heimavelli gegn Hamri og töpuðu í gær gegn �?gi.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst