Klaufalegt tap í fyrsta heimaleiknum
8. maí, 2014
Eyjamenn töpuðu í dag fyrir Stjörnunni í fyrsta heimaleik ÍBV í Pepsídeild karla. Lokatölur urðu 1:2 en Eyjamenn voru klaufar að nýta ekki eitthvert fjölmargra færa í fyrri hálfleik, m.a. vítaspyrnu. �?að var algjörlega gegn gangi leiksins þegar Stjarnan komst yfir í uppbótartíma en markið var einstaklega klaufalegt, misskilningur milli Abels Dhaira og Eiðs Arons Sigurbjörnssonar og �?lafur Karl Finsen nýtti sér það. Matt Garner varð svo fyrir því óláni að skora sjálfmark á 65. mínútu en Arnar Bragi Bergsson minnkaði muninn úr vítaspyrnu á 86. mínútu.
Eyjamenn byrjuðu leikinn af miklu krafti og Bjarni Gunnarsson fékk tvö úrvalsfæri þegar hann slapp einn í gegnum vörn Stjörnunnar. Í fyrra skiptið kom hik á hann og markvörður Stjörnunnar kom fæti í boltann. Í síðara skiptið virtist Bjarni vera felldur af varnarmanni Stjörnunnar þegar hann var kominn í gegn en Gunnar Jarl Jónsson, dómari dæmdi ekkert. Vafasamt en ef hann hefði dæmt, þá hefði ÍBV fengið víti og leikmaður Stjörnunnar rautt. Eyjamenn þurftu reyndar ekki að bíða lengi eftir að fá víti því stuttu síðar fékk Víðir �?orvarðarson víti eftir að markvörður Garðbæinga braut á honum. Víðir tók sjálfur vítið en markvörður gestanna varði meistaralega. Stjörnumenn sóttu aðeins í sig veðrið í lok fyrri hálfleiks og uppskáru ríkulega eins og áður sagði. Stjarnan var því 0:1 yfir í hálfleik og margir sem klóruðu sér í hausnum yfir því.
Síðari hálfleikur var svo í daufara lagi og fátt markvert sem gerðist framan af. Hvorugt liðið var að skapa sér mörg færi en Stjörnumenn voru þó heldur grimmari. �?eir höfðu heppnina með sér þegar þeir komust í 0:2, bæði mörkin gjöf sem eru full mikið af því góða. Eyjamenn sýndu svo smá lit undir lok leiksins, fengu vítaspyrnu sem varamaðurinn Arnar Bragi Bergsson skoraði úr af miklu öryggi. En lengra komust EYjamenn ekki og tap því staðreynd.
Með fréttinni fylgir viðtal við Eið Aron.
No data was found
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst