Á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs á miðvikudaginn, lá m.a. fyrir erindi frá ÍBV íþróttafélagi um að fá að setja upp klukku í nýju Eimskipshöllinni. Er hún ætluð annars vegar til upplýsinga fyrir iðkendur á æfingum og hins vegar til að mæla tíma í keppni þegar æfingamót eru í gangi.