Alls komu fjórir kolkrabbar á fiskasafnið í síðustu viku og er einn kolkrabbanna, að sögn Kristjáns Egilssonar, fyrrverandi safnstjóra, sá stærsti sem komið hefur á safnið hingað til. Það voru skipverjar á togaranum Jóni Vídalín VE, sem komu með kolkrabbann á safnið og að því tilefni hefur kolkrabbinn fengið nafnið Vídalín.