Tuðrusiglingunni frá Vestmannaeyjum til Færeyja er nú lokið en siglt var á fjórum tuðrum frá Vestmannaeyjum, til Hafnar í Hornafirði og þaðan til Færeyja. Hópurinn, um tuttugu manns, lögðu af stað frá Höfn um níuleytið í gærkvöldi og komust í land í Færeyjum um klukkan þrjú í dag. Hilmar Kristjánsson sagði ferðina hafa gengið vel þrátt fyrir erfiðan sjó.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst