Miðjumaðurinn Ian Jeffs hefur gert þriggja ára samning við Fylki en hann hefur verið lykilmaður hjá ÍBV undanfarin ár. „Þetta hefur tekið svolítinn tíma, að ganga frá öllu og ég er ánægður með að hafa klárað þetta og fundið félag sem vill mig og ég hlakka til að byrja,“ sagði Jeffs við Fótbolta.net í dag en hann mun hefja æfingar með Fylki síðar í mánuðinum.