Daníel Hreggviðsson og Björgvin Geir Björgvinsson nemendur í 9. og 8. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja komust alla leið í lokakeppni Pangea stærðfræðikeppninnar sem haldin var í Reykjavík, laugardaginn 30. apríl sl. Fyrstu tvær umferðir voru háðar heima í skólum nemenda en lokaumferðin var haldin hátíðleg í Reykjavík. Á meðan beðið var eftir niðurstöðum var boðið upp á veitingar og skemmtiatriði. Kringum 1000 íslenskir nemendur í 8. og 9. bekk úr 45 skólum vítt og breytt af landið tóku þátt. Árangur Daníels og Björgvins Geirs er glæsilegur þar sem aðeins 35 nemendur úr hvorum árgangi komust áfram. Pangea er þekkt keppni sem fjölmörg ungmenni frá 20 Evrópulöndum taka árlega þátt í og núna í fyrsta sinn á Íslandi. Yfir 400 þúsund nemendur víðsvegar að úr Evrópu tóku þátt í Pangea stærðfræðikeppninni í fyrra og virðist fjöldi þátttakanda hafa tvöfaldast þetta ár. Með Pangea stærðfræðikeppninni vilja skipuleggjendur sýna það að stærðfræði er skemmtileg og spennandi. Í þessari keppni segja þeir að �??�?ttinn við stærðfræði er ástæðulaus og hver sem er getur notið velgengni�?�
Við óskum þessum flottu strákum að sjálfsögðu til hamingju með glæsilegan árangur.