Laufey Konný Guðjónsdóttir átti sigurmynd í Ljósmyndakeppni Frétta og Byggðasafnsins í marsmánuði. Þema mánaðarins var Hraunið en sigurmyndina tók Konný ofan af Eldfelli, yfir Bjarnarey og Elliðaey og út að Eyjafjallajökli, þar sem gosið hefur svo míkið síðustu vikur. Alls bárust 66 myndir í marsmánuði en Jóhanna Ýr Jónsdóttir, safnstjóri Byggðasafnsins, sem situr í dómnefnd, sagði valið í raun ekki hafa verið erfitt að þessu sinni.