Kosning er hafin hjá starfsmönnum fiskimjölsverskmiðjanna tveggja í Eyjum um hvort boða eigi til verkfalls eftir viku. Kosningin fer fram á skrifstofu Drífanda stéttarfélags og einnig í fiskimjölsverksmiðjunum báðum, FIVE og FES. Kosið er í Eyjum og á Austurlandi en alls eru 75 starfsmenn í bræðslunum á þessum stöðum, þar af 17 í Eyjum. Kosningu verður lokið um hálf níu í kvöld.